Ný tæki

Til eru nokkrar leiðir til að fjármagna draumatækið. Algengast er að fólk velji bílalán og bílasamning en þó eru aðrar leiðir færar í þessum efnum. Hægt er fá Visalán til 36 mánaða uppað kr. einni milljón kr. Sölumenn okkar geta gefið ýtarlegar upplýsingar um þær fjármögnunarleiðir sem í boði eru:Pro Lite
 

Bílalán

 
Fjármögnunarfyrirtæki veitir lán fyrir bílakaupunum og viðskiptavinur er skráður eigandi bílsins. Sem tryggingu fyrir láninu hefur fjármögnunarfyrirtækið fyrsta veðrétt í bílnum.
Veitt er allt að 70% lán fyrir nýtt tæki. Hægt er að greiða inn á lánið eða greiða það upp hvenær sem er. 
 

Bílasamningur/bílalán.

 
Þegar gerður er bílasamningur kaupir fjármögnunarfyrirtækið bílinn en viðskiptavinurinn er umráðamaður hans og eignast bílinn í lok samningsinstímabilsins. Hægt er að fá lán fyrir allt að 70% af kaupverði tækisins. Bílasamningur/bílalán getur gilt til allt að 5ára við kaup á nýju tæki.